Hamingja
Eigið þið stundum svona hamingjumóment? Ég er í einu svoleiðis nákvæmlega núna. Finnst hjartað mitt bara hreinlega vera að springa af hamingju. Fyrst það er hægt þegar íbúðin manns er á hvolfi, maður er skítblankur, drepast úr bakverkjum og situr og baxar við að lesa um ólíkar þróunarkenningar misgáfaðra fræðimanna á föstudageftirmiðdegi þá held ég það hljóti að staðfesta að hamingjan er ekki fólgin í veraldlegum hlutum. Hún er hugarástand.... eða mér finnst það alla vegana
Vonandi eruð þið hamingjusöm hvar sem þið eruð elskurnar mínar!
<< Home