þriðjudagur, október 17, 2006

Brrrrrrr

Ritgerðin svoleiðis spítist upp hjá mér þessa dagana - já eða þangað til í gær eiginlega þá kom smá babb í bátinn. En 2167 orð eru þó komin á blað. (nú er að vona að leiðbeinandinn taki ekki upp feita rauða tússið og segi mér að strika helminginn út) :(
Annars er haustið komið hérna í honum Lundi og það er bara meira að segja komið úlpuveður brrrrr. Meira hvað maður getur verið mikil kuldaskræfa. Kannski ekki skrítið þegar það er kaldara inni í íbúðinni manns en úti. Það liggur við að kona sitji hérna með fingravettlingana í ullarsokkunum til að hafa það af að slá á lyklaborðið. AHA það er þess vegna sem ritgerðarsmíðin gengur svona hægt! Vissi að það gæti ekki verið mér að kenna he he he he!

Látið ykkur nú vera hlýtt elskurnar
Free counter and web stats