föstudagur, nóvember 02, 2007

borða borða bangsamann

Við fórum á rússneskan veitingastað hérna í Helsinki í gær. Blinis með kavíar (ekki gott), bjarnarsteik og innbakaður ís. Nammi namm.

Ég lagði reyndar ekki í heila bjarnarsteik... en fékk að smakka. Mikið villibráðarbragð og mjög meyrt og gott kjöt. En sumsé lagði ekki í bangsa en lét mér bamba duga (hreindýr).

Mæli með Saslik fyrir þá sem eiga leið til Helsinki.
Free counter and web stats