Nákvæmni og kaflaskil
Svíþjóð er mjög nákvæmt land og Svíar þ.a.l. mjög nákvæm þjóð. Þeim finnst ekki þægilegt að "leave things to chance" eins og sagt er. Þeim finnst líka mjög gaman að vera í biðröð. Ef þú kemur á einhvern stað þar sem eru tvær biðraðir og önnu er mun styttri en hin þá munu Svíarnir pottþétt velja löngu röðina því það er 'augljóslega' eitthvað vesen á hinni.
Þetta minnir soldið á brandarann um hagfræðingana tvo sem gengu eftir götu þegar annar segir við hinn "sjáðu þarna er þúsundkall" hinn svaraði "nei það getur ekki verið, ef það væri þúsundkall þarna væri einhver löngu búinn að hirða hann".
Þetta hafa örugglega verið Svíar! :)
En ég sendi fyrstu fimm kaflana í ritgerðinni til yfirlestrar hjá leiðbeinanda núna í morgun. Krossa fingur allir að henni finnist þetta meira nothæft en henni finnst þetta vera C R A P!!!
<< Home