Sunnudagsmyglan
ooooooh ekta svona myglusunnudagur. Nett rigning úti og ekta svona dagur til að mygla fyrir framan sjónvarpið og gera ekki neitt. Hjálpar ekki að vera með svona smá drykkjumóral. Ekki að maður hafi gert neitt af sér en bara þessi tilfinning þegar maður vaknar eftir að hafa fengið sér í glas. Æi ég hélt ég myndi nú aldrei segja þetta en ég hlakka til að það komi mánudagur og rútína. Ræktin í fyrramálið og svo setjast aftur við skriftir. Verð víst að dúndra af þessari fieldwork report sem ég er nánast ekkert byrjuð á og á að skilast 1. nóv. Úff 1. nóv er almost here sem þýðir bara eitt að sá 14. nálgast eins og óð fluga. Komið að manni að horfast í augu við að mar sé að verða ÞRÍTUGUR!! Aldur er að vísu afar afstætt hugtak í mínum huga, rétt eins og hamingjan er þetta state of mind.
En svo má segja líka "Birthdays are like Black Jack, anything over 21 is baaaaaaaaaaaaaaad!"
he he he
<< Home