mánudagur, júní 18, 2007

Ælupest & kvenfrelsishugsanir

Hér sit ég heima með ælupest og vorkenni sjálfri mér ógurlega. Hata ælupest meiri viðbjóðurinn. Fer samt mest í taugarnar á mér að ég get ekki slakað á, finnst að ég eigi nú að vera að nýta daginn til að setja í vél og bóna eldhúsgólfið. Hvaða fifties stemmning er þetta eiginlega? Er maður virkilega ekki komin lengra í kvenfrelsinu? Sæi minn elskulega betri helming, eins duglegur og hann nú annars er, alveg í anda vera að hugsa þetta ef hann lægi í veikindum.
Free counter and web stats