þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Persónuleikaraskanir

ég las nokkuð skemmtilega/áhugaverða grein í -Allt- (aukakálfi Fréttablaðsins) í dag (eða á kona kannski að segja Öllu það er fallbeygja nafnið Allt?? "ég las áhugaverða grein í Öllu í dag" en þá lendir kona í þeirri gryfju að kannski heldur lesandinn að um sé að ræða kvenmansnafnið Alla (um Öllu).... hmm þetta er pæling).
Eníhú þá var Hörður Þorgilsson sálfræðingur að fjalla um ýmsar hliðar persónuleikaraskana sem geta hrjáð fólk og mér fannst þetta nú bara afar athygliverð grein. Svo ég grípi aðeins niður í hana þá "er það kallað persónuleikaröskun þegar hegðun manneskjunnar veldur henni vanlíðan eða öðrum óþægindum"
Þetta leiðir hugann að því hvort það að til dæmis vera "Vinstri-Grænn" getur talist til persónuleikaröskunar? Hegðun þeirra veldur mér miklum óþægindum og oft á tíðum jafnvel hugarangri. Tala nú ekki um Frjálslynda eða Framsóknarmenn.
En tjékkið á greininni, hún er áhugaverð og óneitanlega sumar persónur sem maður hefur þekkt í gegnum tíðina sem koma sterkar upp í hugann en aðrar. (ooooh þvílíkur munur að vera svona fullkomin sjálf!!) :D :D :D
Free counter and web stats