þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Ósanngirni lífsins

Það er eitthvað óumræðanlega ósanngjarnt við það að hrifsa aðeins 56 ára gamla konu í blóma lífsins burt úr þessu lífi.
Hún Margrét kona Palla frænda míns lést í nótt á líknardeild Landspítalans eftir langt stríð við krabbamein. Hugurinn er auðvitað hjá Palla og frændsystkinum mínum Guðmundi, Þórarni og Helgu Guðnýju. Allar manns áhyggjur verða svo mikill hégómi þegar svona áfall ríður yfir.
Minnir mann á að lifa lífinu til fulls og njóta hvers dags sem maður fær á þessari skrítnu plánetu!
Free counter and web stats