Moving day
Jæja í dag gerist það.
Frá og með kvöldinu munum við búa í Laxakvísl 16. Öll fötin mín voru flutt í gær svo að ég skrapp á náttfötunum niðreftir í morgun til að finna mér föt fyrir vinnuna. Egill kom með mér og fékk að labba Í skólann í fyrsta sinn. Kom við hjá Helgu vinkonu sinni á nr. 8 og leiddist ekki að vera samferða henni.
Allir sem vettlingi geta valdið og eru ekki að gera neitt annað eru meira en velkomnir að bera húsgögn kl. 17 í dag. Grillaðir borgarar og ískaldur í boði.... :)
Ég held að þetta verði gott sumar - efnahagshrun og há verðbólga aside :)
<< Home