mánudagur, apríl 04, 2005

Æi akkurru...?

Er alltaf svona mikið að gera eitthvað. Maður getur ekki andað þessa dagana. Má samt ekki vanmeta kosti þess svosem, tíminn flýgur eins og mother fucker. En af atburðum helgarinnar er markverðast að nefna saumaklúbb oldies hérna hjá mér. Takk fyrir komuna og gjöfina stelpur, þið eruð sætastar. Alltaf svo gaman að hitta ykkur.
Innflutningspartý hjá Betu beib á Fálkagötunni. Mjög gaman að sjá liðið sem maður sér annars allt of sjaldan. Kjút íbúðin þín Beta sæta, oooh get ekki beðið eftir að flytja (albeit tímabundið) í mína eftir nákvæmlega 26 daga !!
Af þjóðfélagsmálum má auðvitað nefna fréttastjórafíaskóið hjá RÚV. Ég meina þetta fréttamannalið ætti nú að skammast sín. Allt í lagi að mótmæla en slaaaaaaaaaaka sér í uppvöðsluseminni og frekjunni hreinlega. Síðan hvenær er það undirmanna að ráða sinn yfirmann. Mér þætti vænt um að sjá dæmi þess hjá einkareknu fyrirtæki. En þar á móti eru kannski líka faglega sjónarmið látin ráða ferðinni við ráðninguna in the first place. En aftur á móti má segja að fréttamenn RÚV virðast vera haldnir hinu svokallaða valkvæða minni þegar þeim virðist ekki reka minni til að hafa sjálfir verið ráðnir inn á pólitískum forsendum sjálfir. RÚV er pólitískt apparat hvernig dettur mönnum annað í hug en að ráðningar þarna inn séu annað en pólitískar???
Páfinn dó, blessuð sé minning hans.
Ég horfði á tvo þætti af Desperate Housewives - þessir þættir eru náttlega snilld.... segi ekki meir.
Free counter and web stats