Auglýsingar
Í gærkvöldi, þar sem ég lá og grenjaði yfir lokaþættinum af Sex & the City, á endursýningu áTV3 þá komu auglýsingar. Þetta væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi en ég fór allt í einu að velta fyrir mér hvernig í ósköpunum sumar auglýsingar ná að verða framleiddar. Ég meina þær eru svo fáránlegar og algjörlega einhvern veginn að missa marks að maður skilur ekki alveg hvernig þær eiga að geta selt svo mikið sem snitti af vörunni sem um ræðir.
DÆMI: Auglýsingin er fyrir einhvers konar sykurlausan djúsdrykk
Þetta er teiknuð auglýsing (as opposed to leikin) hún byrjar inni í lest þar sem tveir einstaklingar, kona og karl, eru að svitna og skítna út við að moka kolum inn í ofn. Þeim er heitt þar sem þau keyra í gegnum það sem sýnist vera akurlendi. Úti fyrir í skýjunum fara svo að birtast slogan um 'sykurleysi' og 'lágt kaloríuinnihald' þessa drykks og svo - þetta er uppáhaldshlutinn minn- losna varirnar af þeim og fljúga eins og fiðrildi inn í skóg og eru svo allt í einu komnar í frumskóg þar sem stendur stór flaska af þessum drykk og þar eru líka fullt af öðrum svona fljúgandi vörum sem að lokum klessast allar utan á flöskuna eins og svona litlir kossar.
SERIOUSLY PEOPLE! HVERNIG í ósköpunum komst þessi auglýsing á framleiðslustig hvað þá í birtingu. Ég var að reyna að ímynda mér hvernig þessi höfundur hefur 'pitchað' þetta til yfirmanns síns. 'Hey Stjóri! ég er með FRÁBÆRA hugmynd fyrir ávaxtadrykksauglýsinguna. Ímyndaðu þér lest, kolamokstur og svona fljúgandi varir' ?????????????????
Annars er ég að njóta þess að hafa vaknað og geta dúllað mér við að byrja að pakka og pakka inn jólagjöfum. NÆS!
Plan dagsins
9:15-10:45 innpökkun jólagjafa
11:15-12:10 - pallatími hjá Jenny
13:10 - 16:30 - verslunarrölt í Malmö
17:00 - 19:00 - gæðastund með Agli Orra
19:00 - 21:00 - þvottatími
21:30: - 00:00 - almennt rauðvínssötr, pökkun og sjónvarpsgláp
Þá vitiði það!
<< Home