Slys í uppsiglingu
Hmmm sko áðan þegar ég var að hjóla heim þá heyrði ég að eitthvað datt úr hjólinu mínu, við nánari eftirgrennslan reyndist þetta vera risastór skrúfa/bolti eða hvað þetta nú heitir. Ég get ómögulega séð hvar þetta stykki á að vera á hjólinu og þangað til er ég svona frekar "nervös" að hjóla á því. Hvað ef þetta er eitthvað rosamikilvægt stykki (sem þetta lítur út fyrir að vera) og allt í einu á fullri fart þá dettur það í sundur. Þið sem þekkið mig getið ekki neitað því að svoleiðis atvik væri týpískt ég!
<< Home