föstudagur, september 08, 2006

Þá er það ákveðið....

Ritgerðarefnið verður sumsé (titill óákveðinn) áhrif (hraðrar) öldrunar kínversku þjóðarinnar á framtíðarvöxt og þróun kínversks efnahagslífs (e. The effect of population aging on China's future sustainable growth). Jajamänsan þetta leggst svakalega vel í mig og ég er spennt byrjuð að lesa bók Ron Disney's (óheppilegt nafn ef mar er 'virðulegur' hagfræðingur við MIT) "can we afford to grow old" og kemur inn á þetta efni. Amk obbosslega sátt við þessa breytingu og finnst hún vera hárrétt ákvörðun. Svo kemur restin bara í ljós. Skil eru 10. jan.
*** *** ***
Annars lögðum við Bryndís og Sigga land undir bíl í dag og drifum okkur í Ullared, þann skemmtilega bæ sem hýsir hið skemmtilega vöruhús Gekås. Þar var verslað smjá svona t.d. kuldagalli á Egil og kuldaskór og sitthvað fleira sem of langt væri að telja upp. Amk fór mín heim með samtals 67 hluti og var þá n0kkrum þúsundköllunum fátækari. En ég verslaði líka slatta af jólagjöfum og eina afmælisgjöf + alls konar aðra (mis)lífsnauðsynlega hluti eins og t.d. forláta blandara, myndaramma og kertakransa.
Free counter and web stats