mánudagur, október 23, 2006

Fréttir

Í fyrsta sinn síðan ég flutti til Svíþjóðar var frétt um Ísland í kvöldfréttunum hérna (já eða bara í einhverjum fréttum). Fyrsta frétt hvorki meira né minna. Málið snérist um hinar nýuppteknu hvalveiðar Íslendinga. Sýnt var brot úr viðtali við sjávarútvegsráðherra Íslands og umhverfisráðherra Svía og veiðarnar harðlega fordæmdar. Burtséð frá sjálfsákvörðunarrétti þjóða og kaldhæðninni í að Bretar og Bandaríkjamenn þykist þess umkomnir að fordæma hvaladráp þá sé ég bara ekki tilganginn í þessu. Þetta er hardly að fara að skipta sköpum fyrir þjóðartekjur þannig að af hverju ekki bara að sleppa þjóðarrembunni og sleppa þessu. Eru ekki hagsmunir til dæmis ferðaþjónustunnar meiri?
Hvað um það - í dag er mánudagur og ég hef held ég bara aldrei verið jafn fegin. Voðalega er ég að verða ógurleg rútínukelling. Þetta er aldurinn, that's what this is! he he he :)
Free counter and web stats