miðvikudagur, janúar 17, 2007

Óspennandi líf?

Hjálp! Ég þjáist af spennuleysi á háu stigi. Honestly þá bara kemur ekkert djúsí fyrir mig. Er þetta af því að ég er flutt heim? Ég virðist minna lenda í útistöðum við þessa landa mína en blessaða Svíana (sem eru nú ágætir þrátt yfir allt).
Hér bölsótast allir út af krónunni, voru skyndilega að fatta að hún er handónýtur gjaldmiðill. Er þetta eitthvað sem við vissum ekki eða? Við höfum bara einfaldlega verið tilbúin til þess að borga fyrir þetta sentamentalítet hingað til og ef við ætlum núna að fara að breyta því þá verða menn bara að fara að huga að Evrópusambandsaðild. Nú eða hafa pung í að þreifa fyrir sér með aðild að myntbandalaginu án ESB aðildar. Sem er nú afskaplega lítill hvati fyrir ESB að leyfa okkur. Æi ég meina er hvort sem er nema tímaspursmál hvenær við köstum þessum gjaldmiðli?
Meiri vitleysisgangurinn. Þetta og hið séríslenska fyrirbæri verðtryggingin. Þökk sé henni skulda ég núna 1,5 milljón meira í íbúðinni minni en þegar ég keypti hana en er þó búin að vera að borga af henni í 3 ár!
Only in Iceland people! Only in Iceland, og þetta finnst okkur sjálfsagt?
Honestly why don't we just bend over?
Free counter and web stats