My pet peeve
Ég ÞOLI ekki rangar verðmerkingar í búðum. Þegar maður kaupir (eða tekur ákvörðun um að kaupa eitthvað) á grundvelli þess verðs sem stendur á hillunni og kemur svo á kassann og varan er jafnvel 30-40% dýrari þegar maður á að fara að borga fyrir hana. Og svo til að taka steininn úr þá eru þessi unglingsgrey sem vinna að því er virðist á öllum afgreiðslukössum í dag alveg hissa á því þegar maður segir eitthvað og er ekki til í að borga bara það sem stendur í tölvunni.
Nýjasta dæmið er þegar við fórum í BYKO í gær að kaupa hurðahúna á innihurðirnar í Laxó. Þær áttu að kosta 2551 kr. stk (sem mér finnst bara alveg nóg) en á kassanum kostuðu þeir allt í einu rétt tæpar 3000 kr. Munurinn? Lítil 17% eða um 6.000 kr. Við áttuðum okkur reyndar ekki á þessu fyrr en við vorum komin af stað í bílnum en BYKO til tekna þá brugðust þeir hárrétt við og endurgreiddu okkur mismuninn með bros á vör og afsökunarbeiðni. Það mættu fleiri taka sér þau vinnubrögð til fyrirmyndar.
<< Home