It lives....
Já ég er ótrúlegt en satt á lífi. Amk eru sögur af andláti mínu stórlega ýktar. Sérlega 'skemmtilegri' (í mjög svo óbókstaflegri merkingu þess orðs) viku á fjármálamörkuðunum er lokið og ég held að það hafi allir í vinnunni minni í gær verið óskaplega fegnir að það er lokað sem eftir lifir viku. Reyndar var öllum svo létt þegar hlutirnir tóku snarpa beygju til betri vegar rétt fyrir lokun að það flissuðu bara allir eins og smástelpur og vissu ekkert hvernig þeir áttu sér að vera.
******
Annars eru tíðindi af okkur hjónaleysunum. Við notuðum tækifærið þegar ólætin á mörkuðunum voru sem mest og keyptum okkur hús (OG SELDUM OKKAR AUÐVITAÐ). Nýja húsið er í Ártúnsholtinu, nánar tiltekið í Laxakvísl. Bæði kaup og sala eru að vísu bara samþykkt kauptilboð núna og allt er þetta með fyrirvara um greiðslumat okkar kaupenda en við ákveðum að vera bjartsýn..... það fer okkur betur :)
******
Annars eru tíðindi af okkur hjónaleysunum. Við notuðum tækifærið þegar ólætin á mörkuðunum voru sem mest og keyptum okkur hús (OG SELDUM OKKAR AUÐVITAÐ). Nýja húsið er í Ártúnsholtinu, nánar tiltekið í Laxakvísl. Bæði kaup og sala eru að vísu bara samþykkt kauptilboð núna og allt er þetta með fyrirvara um greiðslumat okkar kaupenda en við ákveðum að vera bjartsýn..... það fer okkur betur :)
<< Home