föstudagur, júlí 11, 2008

Helgin

Ooh alltaf svo gott þegar kemur föstudagur. Helgin framundan og þar sem þessi virðist ekki ætla að verða veðurgóð þá ætlum við fjölskyldan að halda okkur heimavið. Ef veðrið verður ekki of glatað þá ætla ég að skipuleggja smá óvissuferð fyrir þá feðga á morgun.
Annars er mín búin að vera frekar spræk, fór og synti í gærmorgun og út að hlaupa í morgun fyrir vinnu. Dásamlegt hlaupaveður, algjört logn og blíða þó sólin léti ekki sjá sig. Er voðalega morgunhress þessa dagana en ekki alveg jafn kvöldhress. Var sofnuð í sófanum kl. 20:45 í gærkvöldi og svaf til 7 í morgun!!
Hafið það sem best um helgina elskurnar mínar - ta ta
Free counter and web stats