Montfærsla
Jæja þá er það orðið opinbert. Ég hef fengið stöðuhækkun og er komin í nýja (og betri) stöðu í bankanum. Ég er semsagt tekin við starfi forstöðumanns fjárfestatenglsa (Head of Investor Relations) sem tilheyrir deild sem heitir Strategic Development (kann ekki að þýða þetta) og ég er mjög spennt að takast á við þetta. Eins og liggur nú kannski í orðanna hljóðan þá snýst starfið um að upplýsa fjárfesta og markaðinn//kauphöllina um bankann, sögu hans, stefnu og stöðu. Ég mun vinna náið með forstjóra og framkvæmdastjórn bankans og raunar flestum deildum að einhverju leyti. Fyrst á dagskrá er að hafa yfirumsjón með birtingu afkomutalna annars ársfjórðungs en þær verða birtar föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi.
Ég viðurkenni bara fúslega að ég er mjög ánægð með mig að hafa verið boðið þetta starf sem hlýtur að þýða að maður er að gera eitthvað rétt. En hey! ég sagði líka að þetta yrði montfærsla :)
<< Home