Acceptance
Ég held ég sé loksins að ná smá æðruleysi í þessu öllu saman. Mesta sorgin er ekki hvort maður heldur vinnunni eða ekki heldur það að maður var ekki tilbúin að gefast upp. Maður var ekki tilbúin að hætta því sem maður var að gera. Við vorum rétt að byrja. Þetta er á einhvern hátt svipað eins og sjá fjölskylduna splundrast.
Að sjálfsögðu er ég ekki að jafna þessu við líf & dauða eða stríð & hamfarir en þetta er samt sóun of "biblical proportions" sem Ísland verður fyrir. En eins og einhver sagði í grein sem ég las um daginn, hrun kallar á nýja sköpun. Það er jafngott að líta á þetta sem tækifæri til að hafa áhrif á og hjálpa til við að móta það samfélag sem börnin manns munu alast upp í. Það gefst sennilega ekki viðlíka tækifæri og þetta til þess.
<< Home