mánudagur, september 29, 2008

Sunnudagsmorgun, eftirmiðdagur og kvöld

Æi haldiði ekki að yndið hann Elli hafi fært mér morgunmat í rúmið í morgun. Óumbeðinn meira að segja. Egg, ristað brauð, jógúrt, appelsínusafi. Dásamlegt. Míns lá líka bara í rúminu til kl. að verða tólf... :)

Fór svo í Smáró með Addý og skoðaði m.a. skó. Verðlagið í þessu landi er náttúrulega bara rugl. Keypti ekki neitt. Fengum okkur snarl á Serrano. Strákurinn sem afgreiddi mig daðraði verulega við titilinn starfsmaður mánaðarins. "Það er ekki til kál í augnablikinu, það á sko eftir að skera það!" - djís er ekki komin kreppa í þessu landi? Á svona fólk ekki að vera einhvers staðar að mæla göturnar?

Skelltum okkur svo í (rómó) bílabíó í kvöld (sko ég og Elli, ekki ég og Addý). Gerðum þar heiðarlega tilraun til að horfa á Sódómu Reykjavík en urðum frá að hverfa eftir ca. helminginn þar sem upp komu einhver tæknileg vandamál sem við nenntum ekki að bíða eftir því að væru leyst. Samt gaman - stemmning & smá gamaldags kelerí :)
Free counter and web stats