fimmtudagur, apríl 07, 2005

Er það ekki

skrýtið að maður skuli ennþá standa sig að því að vera mjög óskynsamur þegar maður er kominn fast að þrítugu eins og sagt er? Ég meina ég actually píndi mig í gær til að vaka og horfa á sjónvarpið þegar ég var svo syfjuð að það eina rétta í stöðunni hefði verið að fara að sofa fyrst ég á annað borð gat það. Æi streinds. Þannig að í dag er ég náttúrulega ennþá ferlega syfjuð og rugluð og á eflaust ekki eftir að verða neitt sérstaklega mikið úr verki.
Þegar ég er svona andlaus hef ég ekkert að reporta. Mamma og pabbi farin í golf til London, ekki að ég öfundi þau neitt eða svoleiðis sko en þau eiga sennilega bara inni fyrir þessu fríi. Þegar þau koma heim fæ ég líka kannski iPod (ef ég er heppin) þannig að ég get ekki kvartað. Nebblega ómögulegt við þessa rækt hérna uppi á Bifröst að það eru allar hljómflutningsgræjur bilaðar í henni og það verður bara að segjast að það er mjög afkastaletjandi að vera ekki með tónlist þegar maður hleypur. Í þessu er Hreyfing að koma rosalega sterk inn, sérstök rás sem spilar bara mjög taktvissa danstónlist þannig að maður getur ekki annað en hlaupið og það (næstum því) endalaust.
Hrós vikunnar fær því Hreyfing fyrir þetta snilldarframtak.
Free counter and web stats