Kaupæði og nostalgíuflipp
Jæja það er officall - ekki einu sinni námsmannastatus og bláfátækt geta til lengri tíma litið komið í veg fyrir innkaupagleði mína. Fór til Malmö í gær og keypti mér ótrúlega flottan kjól fra Filippu K (HEY! a) það eru að koma jól og b) skv íslensku viðmiðisverðlagi var hann fáránlega ódýr) og í dag eftir að hafa fengið second opionion frá Katrínu keypti ég mér há leðurstígvél og ætla að HENDA hinum sem ég á, þau eru vægast sagt vibbalega úr sér gengin.
Það fyndna við þessi stígvél er að ég var að skoða stígvél á fullu í haust og fussaði þá og sveiaði við þessum stíl og fannst hann alveg ómögulegur. En sem dæmi um seinþroska á hátískuvitund minni þá finnast mér þau núna, 3 mánuðum seinna bara ótrúlega flott. Svona getur maður verið bilaður.
Annars er íbúðin í frekar mikilli rúst og ég sé hreinlega ekki alveg fram á það hvernig ég á í ósköpunum að koma öllu þessu drasli með mér heim. Hélt að ég ætti risastóra ferðatösku þar til ég setti tvær jólagjafir í hana og hún fylltist. Maður er náttúrulega skemmdur að vera kaupa barnagjafir sem taka svona mikið pláss. Ruglið!
Já svo keypti ég mér geisladisk með poppstjörnu æsku minnar - hinni sænsku Carolu - VÁ upplifunin að fá að fara á tónleika með henni þegar ég var 6 ára. Þetta var mín 'Birgitta Haukdal' og er greinilega svona 'Sigga Beinteins' þeirra Svía. (kannski samt pínu meira 'hot') Annars er ég nú að vonast til að fá James Blunt í jólagjöf (ekki sko hann sjálfan (þó það væri í sjálfu sér ekkert verra) en sé það ekki mögulegt þá allavegna diskinn hans).
Í kvöld er sumsé að pakka þessu drasli öllu niður. nú væri gott að eiga svona "vac 'n' pa" system - segiði svo að amerískar infomercials selji bara gagnslaust drasl!- og svo á morgun er það bara Ísland, gamla Ísland, ástkær fósturjörð. Skál fyrir því!
<< Home