miðvikudagur, apríl 26, 2006

Tvennt

Það er tvennt sem ég á erfitt með að átta mig almennilega á hérna í Svíaríki.
a) hvernig sænskar konur geta breyst úr MEGABEIBUM um tvítugt í ARFAILLA TILHAFÐAR ÞREYTTAR HÚSMÆÐUR um fertugt
b) skótískunni á (ungu) sænsku kvenfólki
Hið fyrrnefnda er mjög sérstakt. Því sænskar stelpur eru sannarlega mjög meðvitaðar um tísku og útlit + þær eru mjög sætar, amk stúdínurnar hérna í háskólabænum Lundi. En svo fer maður niðrí bæ og mætir svo þreyttum húsmæðrum með barnavagna (oftast þó tvíburakerrur með einu ca. 2ja ára og einu nýfæddu) sem eru gráhærðar í velúrdressum. Í byrjun dró ég yfirleitt þá ályktun að þetta hlytu auðvitað að vera ömmur þessara blessuðu barna en staðreyndin er sú að þetta eru mæðurnar. Hvernig getur þetta transition átt sér stað á minna en 20 árum?
Hið síðarnefnda er nú ekkert minna en kosmískt undur. Lundur er fullur af skóbúðum sem allar selja sama skóinn. Literally sko, og hann er ótrúlega ljótur. Ég bara skil þetta ekki. Gvuð hefur verið búin með kvótann þegar Svíum var úthlutaður skósmekkur. Getur ekki annað verið. Auðvitað er alveg hægt að fá flotta skó hérna, og sérstaklega stígvéli en af einhverjum ástæðum kjósa þessar stúlkukindur ekki að kaupa þá (þau). Ég þarf eitthvað aðeins að fara yfir þetta með þeim þessum elskum.
Free counter and web stats