miðvikudagur, apríl 19, 2006

Ó að vera aumur námsmaður

... með 'tekjur' í íslenskum krónum. Nú hætti ég nú bara að athuga gengið, það er bara deprimerandi. Þegar ég flutti út í ágúst sl. þá borgaði ég sem samsvarar 39.000 ISK í húsaleigu á mánuði sú tala er núna komin í 49.000 ISK sem eins og glöggir menn sjá er hækkun upp á 10.000 kr. Á MÁNUÐI!!!! En það er hækkun upp á hvorki meira né minna en 14.000 ISK frá því í nóvember þegar gengið var sem lægst. Þetta er náttúrulega ennþá meira nammi í ljósi þess að framfærslan mín frá LÍN (og þar með yfirdrátturinn á námsmannareikningunum) er reiknaður á genginu 8 - þannig að þetta er T Ó M (í orðsins fyllstu) hamingja.
Annars er dásamlega fallegur dagur og því varla annað hægt en að vera með sól í sinni. Svo getur maður varla kvartað meðan maður á mat í ísskápnum og föt utan á sig... margur á minna og kvartar ekki. :)
Free counter and web stats