fimmtudagur, apríl 20, 2006

20. apríl

Er ekki rétt að byrja á því að óska Íslendingum nær og fjær gleðilegs sumars? Lifandi sönnun hörku og framsýni Íslendinga að okkur skuli hafa dottið í hug að halda sumardaginn fyrsta í A P R Í L. Snarbiluð þjóð!
En að öðru. Ég er afleitur 'sörfari' og hef alltaf verið. Mogginn-bloggið-skólinn-pósturinn-netbankinn-blogg vinanna and that's fucking it. En ÖÖÖÖÖRsjaldan kemur það fyrir að ég villist inn á barnalands- og bloggsíður ókunnugra og þá rekst ég stundum á soldið skemmtilega hluti eins og þessar mjög gagnlegu upplýsingar um sundtækni sæðisfruma. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.
Annars er fæðingardagur Hitlers í dag - 20. apríl - er skrítið að ég skuli vita þetta? Eða er það bara vitnisburður um yfirnáttúrulega getu mína til að leggja á minnið vita gagnslausar upplýsingar eins og þessar hérna - Tonight's the night með 'Stauti Stefáns'- er mitt lag. Hvað er þitt? (ATH! verðið að vera súperfljót að smella á mánuðinn ykkar því síðan re-routar mann inn á eitthvað ennþá gagnslausara - ó sé það núna, þessari síðu hefur verið lokað vegna höfundaréttarlaga - en það er samt hægt - bara að vera skjótari en skugginn að skjóta)
Free counter and web stats