þriðjudagur, maí 09, 2006

Jæja ....

...hálf bókin að baki og ég þeim mun miklu nær um realisma - líberalisma - strúktúralisma og 'krítíska kenningu' (Critical Theory). Þýðingar eru alfarið mínar - enda vildi ég ekki að aðrir tækju heiðurinn fyrir þessa meistarasmíð. Þetta er nú bara assgo.. áhugavert allt saman. Í dag vorum við að greina blaðagreinar og bíómyndir og þetta veitir bara allt aðra sýn á hlutina svei mér þá. Constant Gardener er á 'leslistanum' fyrir fimmtudaginn í næstu viku. Við eigum sumsé að greina hana til helvede með þessum og fleiri -ismum. Læt ykkur vita hverju ég verð nær um innihaldið.
Blíða í Lundi í dag og við Katrín 'bössuðum' það (aka tókum strætó) í Jysk og keyptum okkur sólstóla. Blíðan á víst bara að endast fram á föstudag (að þessu sinni!!) svo það er nú vissara að reyna að nota þá soldið. Þetta voru enda mikil fjárfesting á heilar 69 SEK.
Free counter and web stats