laugardagur, maí 06, 2006

Óvænt ánægja


Þar sem ég sat hérna heima hjá mér í gærkvöldi og sötraði rauðvín og horfði á bíómynd fékk ég alveg einstaklega óvænt og skemmtilegt símtal frá mínum ástkæra saumaklúbbi sem var á Vox að fagna 30 afmælinu hennar Kötu skvísu. Ég var sú eina sem vantaði *snökt snökt* og ég saknaði þeirra ótrúlega - takk fyrir símtalið elsku stelpurnar mínar. Þótti ekkert smá vænt um að heyra í ykkur. (og takk til ónefnds fyrirtækis sem 'sponsoraði' símtalið :)

Annars eignaðist Jen vinkona mín þann. 20. apríl litla 'delpuróu' sem hefur fengið nafnið Mackenzie Baker Carney og sést hérna á myndinni. Ótrúlega mikið 'rah'gat' finnst ykkur það ekki?



Free counter and web stats