mánudagur, maí 08, 2006

Næsti kúrs

....byrjaði með látum í morgun. En þetta er ekki bara næsti kúrs heldur líka sá síðasti og þó hann virðist ætla að verða soldið strembin (eigum til dæmis að lesa og SKILJA eitt stykki bók fyrir fimmtudaginn) þá held ég að þetta verði bara ógisslega skemmtilegt. Það er heldur ekki annað hægt en að vera jákvæður og bjartsýnn í þessu veðri. Sat úti á kaffihúsi niðrí bæ í dag og las um liberal-isma í blíðunni og svei mér þá ef hann varð ekki bara þeim mun áhugaverðari fyrir vikið.
Annars er ég svo mikil brussa að það er ekki venjulegt. Ég reyndi nú að sitja þarna eins og dönnuð stúdína en þegar ég var að fara þá vildi nú ekki betur til en að glasið mitt fauk þar sem ég var að reyna að henda því í ruslið. Ég beygði mig eftir því en missti þá fótanna og tókst ekki bara að fella niður skilrúmið sem aðgreindi útisvæði þessa kaffihúss frá öðru við hliðina heldur velti um koll tveimur stólum og rétt náði að bjarga borðinu frá því að fara sömu leið. Nú eins og þetta hafi ekki verið nóg heldur þá hafði einhver fáviti lagt hjólinu svo nálægt mínu að karfan á því flæktist í mitt og þegar ég reyndi að losa þau í sundur féll það hjól og hið næsta í röðinni um koll. Er 'etta nú bara hægt?
Free counter and web stats