þriðjudagur, maí 02, 2006

Soldið fyndnir .... þegar þeir vilja

Svíinn má eiga það að hann hefur ágætis húmor svona þegar hann vill viðra hann (maður náttlega verður að hafa það ef maður á að fúnkera í þessu samfélagi).

Þessi útvarpsauglýsing finnst mér til dæmis meinfyndin.

Fréttamaður er að tala um sumarið og hvaða þýðingu sumar hefur fyrir 'Svíann'.

Fréttamaður: Já góðan daginn, segðu mér hvað þýðir sumarið fyrir þig?
Kona: Frí held ég

Fréttamaður: Já einmitt einmitt - indælt - hvað fleira?
Kona: Sól?

Fréttamaður: einmitt hárrétt og hvað þá með eitthvað svona gott sem maður getur leyft sér? Kona: Fara til Spánar?

Fréttamaður: [orðinn pínupirraður] Nei, eitthvað svona bragðgott
Kona: Grilla?

Fréttamaður: [mjög pirraður] NEI, NEI! eitthvað svona kalt og frískandi sem kemur í vöffluformi
Kona: Ís??

Fréttamaður: Já einmitt frá Diplom ís. Þar hafiði það hlustendur góðir. Sænskurinn segir að það verði ekkert sumar án íssins frá Diplom ís, sérfræðingunum í ísgerð.
Free counter and web stats