laugardagur, apríl 29, 2006

Óskhyggja

Ég er að fá ímugust á Kína ég segi það satt. Af hverju þarf þetta samfélag að vera svona fokking flókið? Spáið í því ef ég vaknaði á morgun og *PÚFF* öll samfélagsleg vandamál landsins hefðu verið með töfrum leyst, bara sísvona! - þeir myndu þurfa að aflýsa prófinu sem ég er að taka.... aaaaah sweet!
Annars er ég nú búin með spurningu eitt, at least that's something. Verra að ég er engu andsk... nær um hvernig ég á að snúa mér í þeirri þriðju - þeirri opnu og ósömdu. (nr. tvö er kökubiti sko).
Í tilefni þess að ég kláraði þá fyrstu - þá sem ég var grenjandi yfir í gær - horfði ég á voða sæta bíómynd sem heitir því skemmtilega nafni Elizabethtown. Mæli með henni. Ofsalega hugljúf og skemmtileg saga um lífið og tilveruna. Ekki einn einasti bíll sprengdur í tætlur og ekki einn einasti nakinn kvenmannskroppur látin skoppa yfir skjáinn. Góð tilbreyting það.
Free counter and web stats