fimmtudagur, október 26, 2006

Eróbikk

Á miðvikudögum fer ég yfirleitt í pallatíma hjá henni Lottu Otterhag Gustavsson (já já það er mikilvægt að þetta komi fram). Pallatíminn byrjar kl. 15:10 og er í 55 mín. Nema hvað í gær þá fékk ég fregnir af því að hún Lotta O. væri lögst í flensu. Ég ákvað því að fara í tímann á eftir sem kenndur er af annarri Lottu (Lotta er mjög heitt nafn meðal Svía) og er amk jafn skemmtilegur. NEMA HVAÐ Lotta II var líka veik og í afleysingakennarinn var einhver Ida sem var að missa sig í gleðinni yfir þessu öllu saman. Hjálp! Ég sver það manneskjan var eins og Íþróttaálfurinn á amfetamínspítti. Ég hafði nú samt tímann af og skrönglaðist heim til mín þar sem ég eldaði kvöldverð fyrir 5 fullorðna og 3 börn - nammi namm sjúklega góðan lúðurétt eftir uppskriftinni hennar Katrínar. Í honum voru samt auðvitað salthnetur, rjómaostur og önnur óhollusta sem sannar hið fornkveðna "allt sem er gott er bannað...... nema eitt" :) :) :)
ciao darlings!
Free counter and web stats