All good things must come to an end
Það er svona mjög hægt og bítandi að sígjast inn að þetta er síðasta kvöldið sem ég verð búsett hérna í mínum ástkæra Lundi. Þrátt fyrir rigninguna sem bylur á glugganum mínum akkúrat núna þá á ég eftir að sakna lífsins hérna mikið. Rólegheitanna kannski mest en það er víst ekki hægt að lifa námsmannalífinu endalaust.
Íbúðin er að verða fokheld og alltaf kemur það jafnmikið á óvart hvað maður hefur náð að sanka að sér miklu dóti & drasli á stuttum tíma. Töskurnar tvær sem áttu nú heldur betur að eiga auðvelt með að rúma þetta allt saman eru orðnar úttroðnar og allt skipulag auðvitað komið út í veður og vind. Nú er hlutunum bara troðið þar sem þeir komast og ekki orð um það meir.
Hitti leiðbeinandann í gær í síðasta sinn. Hún var mjög jákvæð og finnst kominn mjög góð mynd á þetta hjá mér. Það var mikill léttir að heyra það. Þó ég væri sjálf mjög ánægð með nýlegar breytingar þá veit maður aldrei. Stundum hættir maður að sjá skóginn fyrir trjám. Nú er bara nokkurra kvölda vinna eftir og vonandi skil 15. des og svo langþráð jólafrí.... !
farin að klára pakkningu og þrif
next: Iceland
<< Home