þriðjudagur, nóvember 14, 2006

The big 3 0



Þegar þessi orð eru skrifuð eru 30 ár og ca. ein klukkustund síðan ég kom í heiminn. Það var kl. 15 þann 14. nóvember og árið var 1976. Ég var lítil og budduleg með nokkuð mikið kolsvart hár og varð fljótlega mjög frek. Af þessu má sjá að fyrir utan kannski háralitinn hef ég lítið breyst frá fæðingu.

Þrátt fyrir gamansamar yfirlýsingar um annað þá get ég nú bara sagt með sanni að mér finnst þetta ekkert hættulegt. Fyrst og fremst held ég vegna þess að ég er bara svo ótrúlega sátt. Já það er eiginlega besta leiðin til að lýsa því hvernig mér líður. Ég er sátt við líf mitt eins og það er og það sem skiptir meira máli við það hvernig það hefur verið. Ég vildi ekkert hafa það neitt öðruvísi (þó það þýði sannarlega ekki að maður sé þar með sáttur við allt sem maður hefur gert eða sagt í gegnum tíðina, meira svona "I've made my peace with it"). Ég held að sú lífsreynsla sem maður á að baki móti mann sem einstakling og ég hef kosið að læra af minni fremur en að eyða orkunni í að pirra mig á henni (æðruleysi was a looooooooooong time a comin' for me sko!). Þannig að (ef svo óheppilega vildi til) að ég dæi á morgun þá myndi ég yfirgefa þessa jörð sátt við "Guð og menn" eins og sagt er. Þannig að það að verða þrítug er bara fínt. Aldur er líka hvort sem er svo afstætt hugtak. Ég er t.d. í miklu betra líkamlegu formi en þegar ég var tvítug og miklu betra andlegu formi en ég var tuttuguogfimm þannig að ég get bara ekkert verið að kvarta :) Hitt finnst mér miklu magnaðra að unglingarnir foreldrar mínir skulu virkilega eiga þrjú börn sem eru þrítug!!

Takk annars elsku bestu vinir og vandamenn sem glödduð mig með samveru um helgina og kveðjum og heillaóskum í dag.

farin að búa til Reykhólabombu-a-la-Addý

tútílú...

Free counter and web stats