sunnudagur, nóvember 19, 2006

Shopping trip og kaffidóni

Í gær héldum við Katrín og Bryndís í margyfirlýsta barnlausa verslunarferð. Förinni var heitið í "nýtt" og "ferskt" moll að nafni Burlöv center. Þessar nýju veiðilendur voru rannsakaðar vel og vandlega og hver okkar náði að eyða þó nokkrum hundraðköllum. Mín keypti sér gallabuxur, peysu, belti og bol í H&M, tvær íþróttahettupeysur í Stadium og einn kjól í Verð'a máta (aka vero moda). Að auki mátaði ég "gordjös" gráa ullarkápu í MQ (svo flotta að ég gæti þurft að fá hana í jólagjöf) og eina potential vinnudragt.
Nema hvað, að búðarrápinu loknu og ca. 20 mín fyrir lokun ákváðum við að setjast á Espresso House of fá okkur einn latte auk þess sem ég píndi Bryndísi til að deila með mér sneið af "kladdköku". Fyrst stóð ég nú og beið góða stund eftir afgreiðslu en þegar afgreiðsludrengurinn lét svo lítið að snúa sér að mér og ég bað um áður tilgreindan varning sagði hann "ja við erum sko að loka þannig að þú verður þá að taka kökuna með þér" - "" sagði ég, "og hvernig fer ég að því" (hélt í einfeldni minni að hann myndi kannski bjóðast til að láta mig fá hana á pappadisk og láta plastgaffal fylgja). "það er þitt vandamál" sagði hann matter-of-factly. ?????? EXCUSE ME! Ég veit að það er ekkert alltaf gaman að vinna við afgreiðslustörf en MÁ ÞETTA? (þ.e. ef maður er ekki Dani). Ég varð kjaftstopp og eins og þeir sem þekkja til vita gerist það nú ekki nema einu sinni á obbosslega margra ára fresti.
Free counter and web stats