Jóla hvað?
Mikið roooooosalega er til mikið af einstaklega ömurlegum jólalögum. Þá á ég aðallega við textana. Nú nauðga þessi árstíðarlög öldum ljósvakans og erfitt að komast hjá því (sérstaklega þegar mar keyrir 200 km á dag í og úr vinnu) að hlusta á þetta. Eftirfarandi koma sterklega til greina sem ömurlegustu jólalög allra tíma
Jólahjól
"Á sleða á jólum" (hvað sem það nú heitir fullu nafni)
Ef ég nenni (æi þarna með Helga Björns)
Fyrir jól (dúett með Svölu og Bo)
Allt í einu birti upp í huga mínum (lagið með Pálma Gunnars með línunni um börnin sem eru ekkert skaðleg)
Fleiri dettur eflaust upp í hugann þegar maður heyrir þau en þetta er svona listi dagsins!
<< Home