Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka
Að liggja andvaka um miðja nótt er ekki gott fyrir hausinn á konu (amk ekki mér). Það vill gerast að hugurinn fer á meira flug en góðu hófi gegnir. Yfirleitt eru þetta lítt uppbyggilegar hugrenningar sem þá hellast yfir mig og á endanum er ég oftar en ekki hundóánægð með margar ákvarðanir mínar í lífinu. Í dag snúast þessar hugrenningar um það hvort ég muni nokkurn tíma fá vinnu við hæfi og mátulega metnaðargirni sem krefst þess að ég taki nú ekki hvaða starfi sem er og sætti mig ekki við eitthvað %$(#")%" meðalmennskudól. Allt er þetta svo með ívafi af ofátsmóral eins og gjarnan vill fylgja hátíðum sem þessum.
Ég snýst svo gjarnan algjörlega við í þessum hugsunum og er oftar en ekki komin á öndverðan meið við það sem hóf hugsanaferlið. Dett þá í óforbetranlega sjálfs-sefun hvers tilgangur er að stappa í sjálfa mig stálinu en á sama tíma skipa mér að hætta þessu væli. Staðreyndin sé sú að í sögulegu samhengi hafi það ekki hingað til reynst mér erfitt að fá vinnu og að ég sé nú alveg sæmilega vel gefin manneskja. Ofát má svo líka leiðrétta með nokkrum léttum sprettum í ræktinni strax á nýju ári (ef ekki fyrr).
Það getur verið rosalega pirrandi að vera andvaka
<< Home