föstudagur, desember 22, 2006

vinnuleit

Fór í atvinnuviðtal í gær. Það gekk ágætlega, enda var það kannski fremur svona óformlegt spjall en formfast viðtal. Það er samt auðvitað alltaf þannig að þegar maður er komin út þá dettur manni í hug fullt af hlutum sem maður hefði átt að segja eða gera. Vera meira afgerandi og sannfærandi og allt það.
Ég er ekki nema hóflega bjartsýn á að það komi eitthvað út úr þessu viðtali í gær en það er samt alltaf gagnlegt að fara í gegnum smá sjálfskoðun. Málið er bara það að ég kann ekki alveg að selja mig. Ég er svo spillt mér hefur hingað til alltaf bara verið boðin vinna. En einhvern tíma verður allt fyrst
en ef ykkur langar til að bjóða mér vinnu þá er það sannarlega í lagi :D
Free counter and web stats