föstudagur, nóvember 30, 2007

Jafnrétti

Ég var að horfa á sjónvarpið gær og þar var SPRON að auglýsa einhverja þjónustu fyrir fjölskyldur, ALLS konar fjölskyldur og dæmi voru tekin um:
a) vísitölufjölskylduna (mamma, pabbi, sonur + dóttir)
b) hina steríótýpísku meðalfjölskyldu (einstæða mamman og dóttirin)
c) steríótýpuna piparsveininn sem er einn og engum háður
sumsé engin fjölskylda þar sem var einstæður FAÐIR og dóttir/sonur! Skandall!
Skyldi Kolbrún Halldórs vita af þessu eða er svona 'öfugt' jafnrétti ekki "in" hjá þeim stöllum sem hafa tekið að sér að vera sjálfskipuð framvarðarsveit fótum troðinna og kúgaðra íslenskra kvenna! (skilgreining sem apparantly á við okkur allar!)
p.s. í þessu samhengi finnst mér rétt að benda á MJÖG góða grein eftir Bergþóru Jónsdóttur á bls 28 í Morgunblaði dagsins. Góðir punktar hjá henni.
Free counter and web stats