miðvikudagur, desember 12, 2007

"Góðir farþegar ....

.... þetta er flugstjórinn sem talar"
Svona byrjaði gamalkunna ræðan sem gusaðist úr hátalarakerfinu á 190 desibelum og vakti mig upp með andfælum í fluginu heim á mánudagsnóttina. Og hún hélt áfram...
"við tókum á loft til austurs og tókum vinstri beygju á stefnu. Við erum nú komin í flughæð sem er 33.000 fet sem svarar til um 11.000 metra. Við erum nú að fljúga yfir Árrósar þá Álaborg og því næst suðausturströnd Noregs... og svona hélt hann áfram bla bla bla bla bla bla"
HONESTLY! Rétt upp hendi sem er ekki druuuuuuullusama. Við erum í flugvél - OK - og vonandi er enginn í henni sem ekki veit hvert förinni er heitið. Fyrir utan það þá er kolniðamyrkur og snjókoma úti, það er ekki eins og við höfum einhvern möguleika á að vera að njóta útsýnisins yfir þetta blessaða landsvæði sem verið er að lýsa í pínlegum smáatriðum.
HEY! hér er hugmynd, sendið mér bara SMS og leyfið þreyttum að sofa!!
Free counter and web stats