Where are all the pens!
Var að horfa á Seinfeld (sem eru snilldarþættir btw) þar sem ég lá uppi í rúmi á hótelinu í gær. Gamall þáttur (nema hvað), einn af þeim þar sem Seinfeld er ennþá með uppistand í byrjun og lok hvers þáttar. Þar kom hann með ansi skemmtilegan punkt sem var eiginlega mest skemmtilegur af því að ég hafði einmitt verið að velta honum fyrir mér aðeins deginum áður.
"WHERE ARE ALL THE PENS". Ef þið spáið í það, hvað hafið þið keypt/átt marga penna um ævina? og hvar eru þeir núna? Bara síðan ég byrjaði í bankanum hef ég örugglega sótt mér svona 100 penna fram í skáp og samt er ég aldrei með penna. Hvert hverfa þessir pennar? Skv þessu ætti einhvers staðar ætti að vera herbergi ef ekki heil blokk full af pennum.
Ég held þeir séu 'wherever' stakir sokkar úr þurrkaranum 'go to die'....
<< Home