Undralyf ?
ég mæli með því að allir sem eiga leið til hennar Ammríku fjárfesti í eins og einum kassa af þessu "töframeðali" - Sudafed; nasal decongestant. Vaknaði 06:30 í morgun og ætlaði mér í ræktina en leið svo bölvanlega að ég kom mér ekki út úr húsi. Með þungan slímkökk fyrir brjóstinu og hor í nös. Dröslaðist fram á baðherbergi og tók tvær töflur skv. ráðleggingunum á kassanum. Sofnaði aftur í 45 mín og viti menn! Mér leið svona um það bil 1000% betur þegar ég vaknaði. Horið farið og slímið á undanhaldi.
Viss um að í þessu er bæði rottueitur og anabólískir hrossasterar en HEY! whatever works.
<< Home