Nýtt upphaf
Jæja þá er þessi hryllilega dagur liðinn. Ég var ein af þeim heppnu sem hélt vinnunni minni en eins og hefur sagt verið frá í fréttum voru 97 af vinnufélögum mínum og vinum ekki eins heppnir. Óvissan er í sjálfu sér frekar mikil ennþá. Við vitum ekki hvaða kjör bjóðast og sum okkar vita ekki alveg hvað við erum að fara að gera. Það er áhugavert að heyra alla tala um að "ofurlaunin" verði ekki í boði. Enginn treystir sér þó til að segja hvað telst til ofurlauna. Það er nefnilega þannig að þessar endalausu fréttir af þessum ofurlaunum í gegnum tíðina eiga við AFAR AFAR fáa af þeim 5000 manns sem í byrjun árs störfuðu í geiranum. Langt innan við 10% leyfi ég mér að fullyrða. En það er ljóst að flestir munu þurfa að taka á sig talsvert paycut. En allir eru engu að síður sammála um að gera sitt besta við að byggja bankann upp á ný og reyna að gera gagn fyrir íslenskt samfélag.
Contrary to popular opinion þá held ég nú að hvatning fæstra sem störfuðu hjá Glitni hafi komið úr launaumslaginu. Fólk trúði á bankann og stefnu hans. Trúði á það að útflutningur á þekkingu okkar á sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku væri verðmæt og einstök og þjóðinni til heilla.
Þetta hljómar kannski voðalega hátíðlega og væmið en gott og vel. Það er þá bara þannig. Gerir það ekkert minna satt.
<< Home