sunnudagur, apríl 24, 2005

Gleðilegt sumar

Getur maður þá ekki núna amk með þokkalegri samvisku farið að ljúga að sjálfum sér að það sem komið sumar? Ég er obboðslega glöð að 'sumarið' sé gengið garð. Komin með rúmlega nóg af þessum blessaða vetri, bjakk bjakk. Er að huxa um að mæta í pilsi í vinnuna alla daga í næstu viku til að halda upp á þetta.
En síðan ég skrifaði síðast er ég sumsé búin í rannsókninni sem gekk bara mjög vel og ég er rúmlega 7 kílóum léttari. En þetta er bara byrjunin, ójá darlings, vitiði bara til, áður en yfir lýkur skulu þau verða þó nokkuð fleiri.
(P.S. það fer í taugarnar á mér að Arnold Schwartzenegger geti ekki talað %@#@#"&$ ensku án þess að vera með þýskan hreim)
P.P.S miðarnir á Stamford Bridge kostuðu um 240.000 kr. GETTU HVORT ÉG ÆTLA AÐ FARA??
Free counter and web stats