laugardagur, desember 17, 2005

Heimferðardagur

Jæja þá er langþráður 17. desember runninn upp. Við Egill rifum okkur eldsnemma á fætur til að freista þess að þeir sem hefðu átt bókaða þvottatíma hefðu ekki nennt á fætur. Því miður var sú ekki raunin en svo kom Kolla nágranni eins og engill og bauðst til að setja í vél heima hjá sér, hún myndi svo þurrka það og geyma. Ooooh gott að eiga góða granna.
Annars var ég að hlæja að sjálfri mér í gær (ekki í fyrsta sinn btw) en málið var að eftir að ég sótti Egil á leikskólann ætlaði ég að drífa mig í síðasta (sænska) pallatímann í bili. Tíminn byrjaði sumsé kl. 17:15. Ég var ekkert að drífa mig neitt þar sem hjólið hennar Katrínar (sem er með barnastól) stóð fyrir utan og ég ætlaði bara að fá það lánað. En svo þegar klukkan var orðinn 20 mín í fimm og ég kominn út með allt mitt hafurtask átta ég mig á því að hjólið er auðvitað læst. 'panikk' hringi í Katrínu. Hún er ekki heima. 'Sjitt' Góð ráð dýr. Hendi barninu í kerruna og hleyp (literally hleyp) af stað. Ætla ekki að missa af tímanum. Nú líkamsræktarstöðin er í ca. 3 km fjarlægð (á að giska) en ég gat ekki varist þessari hugsun þar sem ég hljóp í frostinu með barnið í kerrunni og töskuna á bakinu. - GLÆTAN að ég myndi nokkurn tíma gera þetta heima - Ég meina, OK skömm að segja frá því en læt vaða, ég labbaði ekki einu sinni í ræktina þar sem var þó eflaust ekki nema í ca. 900 metra göngufæri frá heimilinu mínu. Fyndið hvað 'mentalítetið' getur breyst hjá manni eftir aðstæðum.
Svo sveik strætó okkur svo við löbbuðum heim líka. Þetta var ágætis líkamsrækt! :)
Free counter and web stats