Bjútí disaster
Ég litaði á mér augabrúnirnar í gær - eitthvað fór hræðilega úrskeiðis því ég lít út eins og óskilgetið afkvæmi Krústjevs og Groucho Marx = ekki gott lúkk á kvenmanni! Hvað er til ráða? Terpentína - Ammóníak - Saltpéturssýra ?
Tvennt gæti verið orsökin:
a) ég hlustaði ekki nógu nákvæmlega á leiðbeiningar Katrínar þegar hún var að segja mér hvernig ég ætti að bera mig að (mjög líklegt)
b) ég hreinsaði efnið ekki nógu vel úr brúnunum sem olli því að þær héldu áfram að dökkna fram eftir kvöldi (einnig mjög líklegt)
Til að bæta gráu ofan á svart er ég að drepast úr harðsperrum. Ég var sko að lyfta í gær og áður en ég vissi af var ég ósjálfrátt búin að herma eftir öllum æfingunum sem gellan við hliðina á mér gerði (hún leit sko út fyrir að vita hvað hún var að gera). Hér sit ég svo með auman rass, framanverð læri og hægri öxl. Þetta er eins og hérna um árið þegar ég var komin hálfa leið austur í Hveragerði áður en ég fattaði að ég var ósjálfrátt búin að vera að elta bílinn fyrir framan mig
- maður er náttúrulega fífl .... ha!
p.s. skilaði skattframtalinu heilum 14 klst. fyrir deadline - ég held meira að segja að það sé í minna lagi skáldað þetta árið. Eða það er a.m.k. "byggt á sannsögulegum atburðum".
<< Home