Grannarnir frá helvede....
Einhvern veginn hefur dönsku þjóðinni tekist, með fullkomnum rangindum, að koma á sig því orði að þeir (Danir) séu 'ligeglad' og 'hjálplegir'. Þvílíkur fullkominn þvættingur! Danir eru ekkert ligeglade og sannarlega ekki hjálplegir. Þeir eru in fact fullkomlega the opposite of hjálplegir. Tökum sem dæmi þegar ég fór til Kaupmannahafnar á laugardaginn og ætlaði að leggja leið mína til frænku minnar sem býr á Amager. Ég fór úr lestinni á Kastrup og hugðist taka strætisvagn á lokaáfangastað. Ég lagði leið mína að básnum sem hefur rangnefnið "upplýsingar" og spurðist fyrir um leiðbeiningar til að komast þangað sem ég vildi fara og var sagt að strætó nr. 12 stoppaði beint á Italiensvej (en þar býr téð frænka mín) ENNNN strætó nr. 12 gengi því miður ekki út á flughöfn um helgar. Ég spurði þá hvort það væri betra fyrir mig að fara þá aftur í lestina niðrá Hovedbanegård og taka strætó þaðan. Nei hún hélt nú ekki, bara að fara út og taka strætó 250 og fara út úr honum á næstu stoppistöð og þar myndi ég ná 12-unni. Annars ætti ég bara að segja vagnstjóranum að ég þyrfti að komast á Italiensvej og þá myndi hann glaður segja mér hvar ég ætti að fara út. Tiltölulega lítið mál ekki satt? Jú jú ég dröslaði barninu með mér í óheyrilegum kuldanum (miðað við lok mars) út á stoppistöð og beið eftir strætisvagnstjóranum sem var - nema hvar - í kaffi. Jæja 12 mín síðar hófst reisan. Ég gerði honum grein fyrir hvert ég ætlaði og hvað mér hafði verið sagt - ekki málið. Nú ég dingla svo á næstu stoppistöð og bílstjórinn hleypir mér þar athugasemdalaust út (vitandi samt hvert ég ætlaði og verandi búin að biðja um hjálp við að komast þangað klakklaust). Vagninn er ekki fyrr runninn í burtu þegar ég tek eftir því mér til mikillar skelfingar að vagn 12 stoppar bara ekki rassgat á þessari stöð um helgar og ég er föst í miðri auðninni á Amager Strandvej með hafrokið í fangið og fremur óánægt barn í eftirdragi. Það var ekki á önnur ráð að bregða en að labba af stað og vonast til að ná leigubíl til frænku. Þeir létu að sjálfsögðu ekki sjá sig nema fullir af fólki og á endanum þurfti ég að labba í 40 mín. í hífandi roki og kulda á áfangastað. Allt vegna þess að þessum fokking strætóbílstjóra kom ekkert við þótt ég færi út á rangri stoppistöð - not his problem, þó ég hefði látið svo lítið að biðja um smá hjálp.
Fari þeir og veri þessir fokking dagdrykkjumenn og social pedagókíkar sem þeir eru. Ligeglade og hjálplegir minn aumi rass!!
p.s. nú er ég ekki svo geðveik (þó vissulega geðveik sé) að dæma heila þjóð eftir einu atviki en þetta er bara svo langt frá því að vera eina atvikið. Hvernig getur t.d. heil þjóð sammælst um það að taka bara þetta helvítis Dankort sem gilda greiðslu og ætlast til þess að maður versli samt við þá? The list goes on - oooh the list goes on.
<< Home