Mæli með ...
... Syriana. Við systurnar skelltum okkur á þessa líka ágætu mynd í gær. Sé þó ekki alveg, með fullri virðingu fyrir honum Clooney litla, að þetta hafi verið eitthvað Oscar winning role sem hann var í þarna. Af 190 mín langri minn giska ég á að hann hafi verið í svona ca. 20 mín á skjánum. Að rökræðunni af gæðum og magni slepptri þá bara hef ég séð aðra (sem og hann) betri. That's all I am saying. Tekur samt ekkert frá myndinni sem er þrusugóð ádeila á nútímaspillingu og "leikina" sem þjóðir leika í samskiptum sín á milli. Mæli með henni ef þú ert fyrir sollis og ert að leita að meiru en "sprengjum-allt-í-tætlur-hasar-bílaeltingaleikjamynd".
Annars er næstum því heitt í Lundi í dag = ég er glöð kona :)
<< Home