Hitt og þetta
Aldeilis ilmandi dagur í Lundi í dag. Eftirtalið leggur sitt á vogarskálarnar:
1. Það er vor í lofti og ég sá tré sem byrjað var að bruma úti á leikskóla í morgun
2. Ég fór í ræktina kl. 9 = ágætis byrjun
3. Katrín sótti mig og Bryndísi til að fara í Nova Lund
4. Ég keypti mér nýja myndavél
5. Við fórum í lunch á Espresso House = latte og Tosca 'múffa' (= 1000 kal :)
6. Ég keypti sætt páskaskraut í Indiska
7. Ég fór bæði í H & M OG Ginu = 1 bolur, 1 peysa og brúnkuboddílotion (sem ég lofa að nota)
Öllu þessu var að vísu lokið kl. 14 þannig að ég er (því miður) komin heim og neyðist samvisku minnar vegna (sem mér tekst ekki að drepa þrátt fyrir ótal tilraunir) að reyna að læra soldið.
- og já! gleymdi næstum, fann búð sem selur M & M!! Þvílík gleði, rannsóknir hafa nefnilega sýnt að ef maður étur fullt baðkar af þessu á dag þá gæti maður kannski, möguleika einhvern tíma seinna fengið krabbamein og þess vegna er þetta að sjálfsögðu bannað í landi forræðishyggjunnar. En RUSTA (já búðin heitir það í alvörunni) hefur sko sagt yfirvaldinu stríð á hendur og hefur þetta til sölu við kassana (líklega til að hægt sé að vera fljótur að henda yfir þetta lífrænt ræktuðu grænmeti ef heilbrigðisyfirvöld gera 'innrás').
- ooooh Bryndís - ég er að verða búin með @&(%#@)&! M & M-ið!!!! = nett magapína og fullt fullt af samviskubiti.
<< Home