föstudagur, mars 17, 2006

Sjálfsblekking

Ég hef yfirþyrmandi tendens til að kaupa mér alls konar 'crap' sem á einhvern veginn að bæta mann og/eða breyta. Ég á skápana fulla af alls konar 'boddílósjunum' og andlitskremum, brúnkukremum og maskörum til að sanna þetta. Það væri agalega fínt ef þetta myndi nenna að virka jafnvel þó maður noti þetta ekki. Ég er nefnilega lötust í heimi við að bera þetta drasl á mig og bíða eftir árangrinum! Ég náði nýjum hæðum í þessari áráttu um daginn þegar mér datt í hug að kaupa 5 búnt af brokkólí á tilboði í Willy's um daginn. (and you know I couldn't make this shit up) Sannfærð um það að nú myndi járnmagnið í blóðinu alveg spítast upp og ég yrði þvengmjó fyrir páska þrammaði ég heim með brokkólíið.
Skrítið hvernig það að eiga allt þetta brokkólí í ísskápnum hefur bara ekki gert neitt fyrir lærspikið mitt.
p.s. ástar- og saknaðar til hennar Ásdísar afmælisbarns who is no longer twenty-something. Ásdís mín you don't get older you just get better!!
Free counter and web stats